Sagan

Kompan var fyrst opnuð í leiguhúsnæði á Aðalgötu 3 á Sauðárkróki 18.nóvember 1998. Þar var verslunin til húsa til vors árið 2000 þegar ég flutti yfir götuna á nr. 6 og leigði hjá honum Búbba okkar (Þorvaldi Þorvaldssyni fyrrv. kaupmanni) í tvö og hálft ár uþb. þegar ég loksins fjárfesti í neðri hæðinni heima hjá mér á Aðalgötu 4 Skr. í nóvember 2002. Þar hefur verslunin verið síðan. Kompan hefur ávallt sérhæft sig í allskonar föndur og hannyrðavörum fyrir föndrara á öllum aldri. Reynt hefur verið að fylgjast með því ,,nýjasta nýtt’’ hverju sinni, ásamt öllu því sem er alltaf góðs ígildi. Einnig hef ég reynt að halda námskeið í ýmiskonar föndri á haustin og á veturna.