Prjónanámskeið

Prjónanámskeið fyrir byrjendur verður haldið 19. sept. ´09 á Sauðárkróki ef næg þátttaka næst.        Ef skráning verður mikil verða sett upp 6-10 manna námskeið.

Hulda Hákonardóttir kemur frá Ístex og kennir okkur listina að prjóna ásamt því að kenna okkur á lopann, lesa munsturbækur og fleira. Námskeiðið verður 3 klst. og kostar 5000 kr. á mann fyrir utan efni. Afsláttur verður gefin ef vinkonurnar mæta saman í hóp 3-4, þá lækkum við gjaldið í 4000 á mann. Staðfestingargjald þarf að greiða í síðasta lagi 11. sept. kr. 2000 (óafturkræft). 

Nú er snjallt að grípa gott tækifæri og skrá sig.  Endilega breiðið út boðskapinn og hvetjið alla sem þið vitið um og langar að læra að prjóna, til þessa að hafa samband í Kompuna eða í síma 453 5499 þar sem allar nánari upplýsingar eru góðfúslega veittar.

Hlakka til að heyra frá ykkur og verið velkomin.