PERLUSAUMSNÁMSKEIÐ

Er ekki um að gera nýta tækifærið núna úr því það gefst;) Námskeið í perlusaumi verður haldið í marsmánuði á Sauðárkróki ef næg þátttaka næst (5 manns). Nemendur læra að lesa perlusaumsuppskriftir og sauma eftir þeim. Þetta verður námskeið sem verður 2 skipti þe. fyrri daginn saumum við kennslustykki og göngum frá því. En seinni daginn verður aðstoðað við önnur verkefni sem nemendur velja sér sjálfir, getur verið dúkur, jólakúlur eða annað. Innifalið í námskeiðinu er efni í sjálft kennslustykkið og uþb. 10 uppskriftir, nál og tvinni. Gott er að hafa með sér skæri. Gert er ráð fyrir 2x4 klst. í námskeiðið. Áhugasamir hafi samband við Herdísi í síma 699 6102.