FERMINGARKERTIN

Fyrirhugað er námskeið í kertaskreytingum í marsmánuði á Sauðárkróki. Kennt verður að búa til blóm og skraut úr vaxi ásamt því að leiðbeina hvernig við setjum texta á kerti með vaxi. Upplagt fyrir þá sem áhuga hafa að skreyta kerti fyrir fermingarnar í vor. Hafið samband við Herdísi í síma 699 6102 ef þið viljið nýta ykkur tækifærið.