Mjúkur jólapakki!

Það er umtalað að jólapakkinn verði mjúkur í ár, eða svo segja fréttirnar amk. Mig langar bara að mynna þá á sem langar og vilja gefa mjúka pakka í ár að það  er til fullt að fallegum lopapeysum og prjónavörum á alla fjölskylduna í umboðssölu hér í Kompunni á Sauðárkróki sem eru handprjónað og heklað af Skagfirsku handverksfólki. Gæti ekki verið betra verð, né fallegri vara Var td. að fá í umboðssölu glæsilega barnajakka fyrir þau allra yngstu. Verið velkomin og skoðið úrvalið.