Áskaffi

Áskaffi í Glaumbæ í Skagafirði er lítil kaffistofa sem hefur verið starfrækt frá árinu 1995. Ég byrjaði að vinna þar sumarið 1998 hjá Ásdísi Sigurjónsdóttur og Önnu Margréti Stefánsdóttur. Þegar þær hættu árið 2000 tók ég við rekstri stofunnar og hef sinnt því síðan. Þetta er aðallega sumarvinna frá miðjum maí fram í miðjan september, svo það hentar vel með Kompunni. Í Áskaffi vinna að jafnaði 4 starfstúlkur fyrir utan mig því í nógu er að snúast við daglegan rekstur og bakstur, því þar er allt heimabakað og gestirnir telja núorðið í þúsundum hvert sumarið.

Ýmislegt brauð er í boði eins og hjá Ömmu í gamla daga og viljirðu vita meira um Áskaffi þá skaltu heimsækja heimasíðuna hér.