Ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með kæru þakklæti fyrir viðskiptin og innlitin á síðuna á undanförnum árum. Um leið við ég minna ykkur á útsöluna sem hefst hér í Kompunni 27. desember kl. 13. Allar vörur á afslætti. Verið ávallt velkomin í Kompuna.
Var að koma á lager, týgirsauga og fleira fallegt til að nota í armbönd og annað sem okkur langar. Einfalt og fljótlegt að útbúa fallega jólagjöf. Verið velkomin.
Opið hús í Kompunni fimmtudagskvöldið 1. desember frá kl. 19-22 þá ætla ég að sýna ykkur hvernig við notum fallega stimpla á jólakortin. Þátttakendur fá að prufa gera kort sem þeir svo taka með sér heim. 500 kr. þátttökugjald, 3 kort innifalin. Verið velkomin.
Rekstur föndur-og handverksverslunarinnar Kompunnar ehf. á Sauðárkróki er Til SÖLU Upplýsingar gefur A. Herdís Sigurðardóttir, 699 6102 eða kompan@kompan.is
Nú gefst e-korthöfum tækifæri að versla Navia prjónagarn á 20% afstætti til 10. desember. Verið velkomin í Kompuna. Hafið samband í síma 453-5499 ef þið viljið fá sent til ykkar:)
Núna eru margir fallegir litir til í ullarkembunni til að þæfa. Ný sending af perlum og skrauti í skartgripi var líka að koma og prjónastrokkar og dót fyrir jólaföndrið. Kíkið við, það er alltaf eitthvað nýtt í hverri viku að koma á lager. Sjáumst:)